Fréttir

Í kjölfar óeirðanna…

18 des. 2009

Í kjölfar greinar, sem Gylfi Guðjónsson, ökukennari og fyrrverandi lögreglumaður, ritaði í Morgunblaðið 8. desember s.l. hafa spunnist miklar umræður og m.a. verið fjallað um, í fyrirspurnartímum á Alþingi, meintan þátt núverandi heilbrigðisráðherra í óeirðunum í lok árs 2008 og byrjun árs 2009.

 

Ein slík fyrirspurnarumræða fór fram á Alþingi mánudaginn 14. desember s.l. en þar bar Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins upp fyrirspurn til Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra.

Þá umræðu er hægt að sjá og heyra hér.

Önnur fyrirspurnarumræða, um sama efni fór fram á Alþingi fimmtudaginn 17. desember s.l. en þar bar Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins upp fyrirspurn til Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra vegna ummæla Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra.

Þá umræðu er hægt að sjá og heyra hér.

Til baka