Fréttir

Undirmönnun enn grafalvarlegt vandamál hjá lögreglunni

8 mar. 2010

Á vefmiðlinum eyjan.is birtist í dag (8. mars) stutt viðtal við Arinbjörn Snorrason, formann lögreglufélags Reykjavíkur (LR) vegna undirmönnunar á vöktum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH).

 

Í viðtalinu, sem hægt er að lesa hér, kemur m.a. fram að yfirstjórn LRH þverbrjóti, aftur og aftur, það samkomulag sem gert var við lögreglumenn um lágmarksmönnum hverrar vaktar þegar hið nýja valfrjálsa vaktkerfi var tekið til prófunar hjá embættinu.  Þá kemur einnig fram í viðtalinu að lögreglumenn séu, margir hverjir, búnir að fá sig fullsadda af þessu enda verið að vega að öryggi lögreglumanna sem eru að störfum hverju sinni. 

Þá var einnig fjallað um þessa frétt af eyjan.is á vefmiðlinum amx.is.

Rétt er að vekja athygli á því hér að Landssamband lögreglumanna auk Lögreglufélags Reykjavíkur hafa, margítrekað, vakið máls á því ástandi sem hefur verið að skapast í lögreglu undanfarna mánuði og þeirri ólgu sem þar magnast dag frá degi m.a. vegna þeirrar staðreyndar að lögreglumenn hafa verið kjarasamningslausir í 280 daga í dag, svo sem sjá má á teljaranum hér á þessari síðu.

Til baka