Fréttir

Fjölmennur félagsfundur LR!

22 mar. 2010

Lögreglufélag Reykjavíkur (LR) hélt í dag, mánudaginn 22. mars, fjölmennan félagsfund í húsnæði BSRB að Grettisgötu 89.  Mikill hiti var í fundarmönnum vegna stöðunnar í kjaraviðræðum LL við ríkisvaldið, skipulagsbreytinganna sem gerðar voru s.l. sumar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu (LRH), upptöku svokallaðs valfrjáls vinnutíma og þess álags sem verið hefur á lögreglumenn frá því breytingarnar tóku gildi, þeirrar undirmönnunar sem vart hefur orðið við s.s. lesa má í þessari frétt af vef LL.

 

Fréttir af félagsfundinum, sem reyndar var haldinn í dag en ekki í kvöld, eins og fram kemur í fréttunum, má lesa á visir.is, mbl.is og heimasíðu LR.

Vegna ályktunar fundarins, sem snérist um þær skpulagsbreytingar sem gerðar voru á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í maí 2009, væri ekki úr vegi fyrir lesendur þessarar fréttar að kynna sér ályktun félagsfundar LR, sem haldinn var 7. apríl 2009 en þá ályktun má lesa á heimasíðu LR hér.

Til baka