Fréttir

Yfirlýsing frá lögreglufélagi Reykjavíkur vegna viðbragða lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins

29 mar. 2010

Sunnudaginn 28. mars 2010 sendi Lögreglufélag Reykjavíkur (LR) frá sér eftirfarandi yfirlýsingu, vegna viðbragða Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins (LRH).

 

Yfirlýsinguna, sem lesa má á heimasíðu LR hér, er svohljóðandi:

„Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur (LR) tekur undir orð Arinbjarnar Snorrasonar formanns félagsins.  Stjórn LR harmar viðbrögð Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra þar sem hann reynir að kasta rýrð á formann LR og sakar hann um að fara með fleipur.

Stjórn LR krefst þess að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri biðji formann LR afsökunar opinberlega og sýni að hann sé maður orða sinna og standi við þau loforð sem hann hefur gefið.“

Ekki kemur fram með yfirlýsingunni hvers vegna hún er tilkomin en gera má ráð fyrir að hún tengist fréttaflutningi af félagsfundi LR sem haldinn var þann 22. mars s.l. og ummælum sem höfð voru eftir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í Fréttablaðinu þann 24. mars s.l.

Umfjöllun um félagsfundinn og fréttaflutning af honum má lesa hér og hér.

Til baka