Fréttir

30 þing LL

30 mar. 2010

Senn líður að þingi LL, sem er það 30. í röðinni, en að þessu sinni verður þingið haldið að Hótel Geysi í Haukadal dagana 27. til 29. apríl n.k. svo sem lesa má hér.

 

Verið er að vinna í því að koma inn hlekk, í bláa rammann „Aðalvalmynd“ hér vinstra megin á síðunni þar sem hægt verður að nálgast allar upplýsingar í tengslum við þingið og undirbúning þess og strax að afloknu þingi þær ályktanir og aðrar upplýsingar sem fram koma á þinginu sjálfu.

Í samræmi við breytingar, sem gerðar voru á lögum sambandsins (26. gr.) á 29. þingi LL sem haldið var í lok apríl 2008, hafa allar svæðisdeildir LL nú lokið kosningu um fulltrúa svæðanna í stjórn LL til næstu tveggja ára. 

Stjórn LL verður skipuð eftirtöldum fram að næsta reglulega þingi, sem haldið verður í apríl 2012:

Formaður:

Snorri Magnússon

Stjórnarmenn:

Höfuðborgarsvæðið (7 menn):

Guðmundur Fylkisson, Runólfur Þórhallsson, Gísli Jökull Gíslason, Ríkharður Örn Steingrímsson, Magnús Jónasson, Heiða Rafnsdóttir og Einar Júlíusson.

Suðurnes (2 menn):

Loftur Guðni Kristjánsson og Vilhjálmur Árnason.

Suðurland (1 maður):

Frímann Birgir Baldursson.

Austurland (1 maður):

Óskar Þór Guðmundsson.

Norðausturland (1 maður):

Ragnar Kristjánsson.

Norðvesturland (1. maður):

Kristján Örn Kristjánsson.

Vestfirðir (1 maður):

Gylfi Þór Gíslason.

Vesturland (1 maður):

Þórir Björgvinsson.

Þingboð, vegna þingsins, hafa verið póstlögð og ættu að berast formönnum svæðisdeilda og annarra félaga auk stjórnarmanna, sem hafa rétt til þingsetu, á næstu dögum og í kjölfarið á því á að fara fram val á þingfulltrúum svæðisdeildanna í samræmi við hlutfallsskiptingu þingfulltrúa sbr. 12. gr. laga LL.

Rétt er, á þessum tímapunkti, að vekja athygli félagsmanna LL á því að þingmál, sem einstaka félagsmenn eða svæðisdeildir óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu þurfa, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga LL að berast skrifstofu LL eigi síðar en 21 sólarhring fyrir þing sem þýðir að slík erindi þurfa að berast eigi síðar en þriðjudaginn 6. apríl n.k.

Til baka