Fréttir

30 þing Landssambands lögreglumanna

12 apr. 2010

Þann 27. apríl n.k. verður 30. þing Landssambands lögreglumanna (LL) sett að Hótel Geysi í Haukadal.  Formlegir þingdagar eru 27. og 28. apríl 2010.

Nú þegar hefur svæðisdeildum LL verið sendar upplýsingar um fjölda þingfulltrúa hverrar deildar á þinginu og á, þessa dagana, að fara fram val á fulltrúum svæðisdeildanna á þinginu.

 

Fulltrúafjöldi hverrar deildar (upptalningin í listanum sem hér fer fyrir neðan er skv. 6. mgr, 3. gr. laga LL) er sem hér segir:

Höfuðborgarsvæðið (LRH, LSR, RLS og Sérstakur saksóknari)

 • 15 fulltrúar

Akranes

 • 1 fulltrúi

Vesturland (Borgarnes, Stykkishólmur og Búðardalur)

 • 1 fulltrúi

Vestfirðir (Patreksfjörður, Bolungarvík, Ísafjörður og Hólmavík)

 • 2 fulltrúar

Norðvesturland (Blönduós og Sauðárkrókur)

 • 1 fulltrúi

Eyjafjörður (Akureyri, Ólafsfjörður og Siglufjörður)

 • 2 fulltrúar

Þingeyjarsýslur

 • 1 fulltrúi

Austurland (Seyðisfjörður, Eskifjörður og Hornafjörður)

 • 2 fulltrúar

Suðurland (Vík, Hvolsvöllur og Selfoss)

 • 2 fulltrúar

Vestmannaeyjar

 • 1 fulltrúi

Suðurnes (Keflavík og Keflavíkurflugvöllur)

 • 4 fulltrúar

Að auki eiga eftirtalin félög, deildir og ráð rétt til setu sinna fulltrúa, á þinginu, með málfrelsi og tillögurétt:

Lífeyrisþegadeild

 • 2 fulltrúar

Félag íslenskra rannsóknarlögreglumanna (FÍR)

 • 1 fulltrúi

Félag yfirlögregluþjóna

 • 1 fulltrúi

Trúnaðarmannaráð LL (sjá 18. gr. laga LL þar sem fjallað er um hlutverk trúnaðarmannaráðs)

 • 2 fulltrúar

Heildarfjöldi þingfulltrúa á 30. þingi LL er því, skv. ofanskráðu 38.

Núgildandi lög LL má nálgast hér.

 

 

Til baka