Kjörbréfanefnd vegna 30. þings LL
26 apr. 2010
Fundargerð kjörbréfanefndar vegna 30. landsþings Landssamband lögreglumanna.
Kjörbréfanefnd kom saman í Skógarhlíð 14, mánudaginn 26. apríl kl. 13.00. Mættir voru Guðmundur Fylkisson og Jón Halldór Sigurðsson en Loftur G. Kristjánsson komst ekki.
Fyrir kjörbréfanefnd lágu gögn frá skrifstofu LL um þingfulltrúa ásamt félagatali.
Skv. lögum LL, 12. grein, eiga kjörbréf staðfest með undirritun formanns og ritara deildarinnar að liggja fyrir viku fyrir þing.
Kjörbréf hafa borist frá öllum svæðisdeildum en líkt og áður er formgalli á einhverjum þeirra er varðar undirritun formanns og ritara en nefndin telur ekki ástæðu til að láta slíkt hafa áhrif á samþykki þeirra.
Kjörbréfanefndin samþykkti athugasemdalaust kjörbréf eftirtalinna svæðisdeilda.
Svæðisdeild höfuðborgarsvæðis: Baldur Ólafsson
Berglind Eyjólfsdóttir
Einar Júlíusson
Gils Jóhannsson
Guðmundur Tómasson
Gunnar Helgi Stefánsson
Haraldur Sigurðsson
Jón Arnar Guðmundsson
Karl Hjartarsson
Magnús Jónasson
Guðmundur Fylkisson
Ragnar Svanur Þórðarson
Runólfur Þórhallsson
Sigurgeir Arnþórsson
Tómas Frosti Sæmundsson
Varamaður: Gísli Jökull Gíslason
Svæðisdeild Höfuðborgarsvæðisins á ,,inni“ fyrir 20 þingfulltrúum en vegna takmarkana í lögum LL mega þingfulltrúar einstakrar deildar ekki vera meira en sem nemur 50% af þingfulltrúum.
Svæðisdeild Akranes: Þórir Björgvinsson og enginn varamaður
Svæðisdeild Vesturlands: Jón Arnar Sigurþórsson og enginn varamaður
Svæðisdeild Norðvesturlands: Pétur Björnsson og enginn til vara
Svæðisdeild Eyjafjarðar: Felix Jósafatsson og Ragnar Kristjánsson
Varamenn: Valur Magnússon og Ólafur Hjörtur Ólafsson
Svæðisdeildin í Þingeyjarsýslu: Jóakim K. Júlíusson og enginn til vara.
Svæðisdeild Austurlands: Magnús Hreinsson og Sigríður Sigþórsdóttir og enginn til vara.
Svæðisdeild Suðurlands: Magnús Páll Sigurjónsson og Davíð Ómar Gunnarsson
Varamenn Vilborg Magnúsdóttir og Heiðar Bjarndal Jónsson
Svæðisdeild Vestmannaeyjum: Tryggvi Kr. Ólafsson
Varamaður: Heiðar Hinriksson
Svæðisdeild Suðurnesja: Jón Halldór Sigurðsson, Vignir Elísson, Hjálmar Hallgrímsson og Guðmundur Baldursson
Varamaður: Atli Gunnarsson
Félagatal var í einhverjum tilfellum ófullnægjandi en breytingar á því höfðu ekki áhrif á fjölda
þingfulltrúa frá viðkomandi svæðisdeildum.
Kjörbréfanefnd samþykkir ekki fjölda þingfulltrúa frá Vestfjörðum. Skv. félagatali sem
notast var við voru 21 fullgildur félagi hjá svæðisdeildinni og því 2 þingfulltrúar tilkynntir. Við
skoðun á félagatalinu kom í ljós að 3 félagsmenn eru ekki við störf og voru ekki við störf 1.
janúar s.l. Því á svæðisdeildin aðeins rétt á einum þingfulltrúa. Haft var símasamband við
formann svæðisdeildarinnar, Gylfa Þór Gíslason, og í framhaldi var gerð sú breyting að Gylfi
Þór er þingfulltrúi en til vara er Jón Bjarni Geirsson.
Það er því niðurstaða kjörbréfanefndar að
31 atkvæðisbærir fulltrúar sitja 30. þing Landssambands lögreglumanna.
Kjörbréfanefnd LL
Reykjavík 26. apríl 2010.
Guðmundur Fylkisson Loftur G Kristjánsson Jón Halldór Sigurðsson