Fréttir

Gerðardómur skipaður

12 maí. 2010

Þann 6. maí s.l. skipaði Ríkissáttasemjari gerðardóm í samræmi við ákvæði 3. og 4. gr. fylgiskjals með kjarasamningi LL, sem er að finna á bls. 44 í kjarasamningnum.

 

Nokkuð hefur dregist, af hálfu ríkisvaldsins að tilnefna sína fulltrúa í dóminn (tilnefning barst Ríkissáttasemjara 3. maí s.l.) en LL gekk frá tilnefningu fulltrúa í dóminn þann 13. apríl s.l. strax að afloknum síðasta fundi, sem haldinn var í kjaradeilunni, í húsnæði Ríkissáttasemjara.

Gerðardómurinn er skipaður eftirtöldum:

Þórir Einarsson, formaður, fulltrúi Ríkissáttasemjara

Snorri Magnússon, fulltrúi LL

Katrín Ólafsdóttir, fulltrúi fjármálaráðherra

Magnús Jónsson, varaformaður, fulltrúi Ríkissáttasemjara

Frímann Birgir Baldursson, varamaður, fulltrúi LL og

Guðmundur H. Guðmundsson, varamaður, fulltrúi fjáramálaráðherra.

Gert er ráð fyrir því að gerðardómurinn skili niðurstöðu sinni, innan 30 daga frá skipun hans, í samræmi við ákvæði 7. gr. áðurnefnds fylgiskjals sem þýðir það að niðurstaða gerðardóms, sem jafnframt er fullnaðarúrlausn kjaradeilunnar, liggi fyrir eigi síðar en 7. júní n.k.

 

Til baka