Fréttir

Launasamanburður

6 júl. 2010

Það er alltaf fróðlegt að bera saman laun hinna ýmsu starfshópa.  Þannig segir frá launasamanburði í frétt á visir.is í dag, þriðjudaginn 6. júní, annarsvegar Sigurðar Böðvarssonar, krabbameinslæknis á Landspítalanum og hinsvegar dóttur hans sem vann við að afgreiða kaffi og kleinur í húsdýragarðinum.  Fréttin vísar í viðtal við Sigurð í nýjasta hefti Læknablaðsins

 

Í viðtalinu við Læknablaðið segir Sigurður, sem er sérfræðingur í krabbameinslækningum og með rúmlega 15 ára starfsaldur að loknu sérfræðinámi, að hann hafi haft kr. 1.910,- á tímann á meðan dóttir hans var með kr. 1.850,- á tímann við kaffi og kleinusöluna.

Til samanburðar er rannsóknarlögreglumaður / varðstjóri, með að lágmarki 15 ára starfsaldur með um 1.764,- kr. á tímann og  lögreglufulltrúi / aðalvarðstjóri, með sama starfsaldur um 1.846,- kr. á tímann.

Lögreglumaður, með 15 ára starfsaldur, er svo aftur með kr. 1.612,- kr. á tímann.

Enginn ofangreindra lögreglumanna nær sama tímakaupi í dagvinnu og kaffi og kleinusölustúlka í húsdýragarðinum!

Vilji einhver lesenda þessarar fréttar staðreyna ofangreindar upplýsingar sjálfir þá geta hinir sömu séð launatöflu LL, á heimasíðu LL hér.

Í viðtalinu við Sigurð, í Læknablaðinu segir hann að þeir ungu Íslendingar sem vilja, með mikilli fyrirhöfn komast í erfitt og illa launað starf á Íslandi ættu sterklega að íhuga krabbameinslækningar.  Þeim hinu sömu, sem Sigurður vísar til í viðtalinu er einnig bent á störf í lögreglunni.

 

Til baka