Fréttir

Um 5% niðurskurður til löggæslu á næstu fjárlögum

9 júl. 2010

Í frétt á visir.is, í dag föstudaginn 9. júlí er sagt frá því að niðurskurður til löggæslumála á næsta ári verði um 5%, sem er nokkru minna en ráð hafði verið fyrir gert. 

 

Ljóst má telja, af þessari frétt, að það sem LL hefur verið að halda fram undanfarið um m.a. minnkandi löggæslu – sem sést berlega í nýútkominni ársskýrslu Ríkislögreglustjórans – vegna skertra fjárheimilda undanfarinna ára, hefur loksins náð eyrum ráðamanna. 

Þá tekur Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, einnig undir það sem fram kom í fjölmiðlum í gær (fimmtudaginn 8. júlí) með að löggæsla hafi minnkað, þar sem haft er eftir henni í fréttinni:

„Og minni akstur lögreglu þýðir einfaldlega minni löggæslu í víðfeðmum umdæmum þar sem mikils aksturs er þörf.“

Þeim sem áhuga hafa á því að kynna sér hve mikið akstur lögreglubifreiða hefur dregist saman frá árinu 2006 hjá einstaka umdæmum er bent á að kynna sér töflu á bls. 29 í ársskýrslu Ríkislögreglustjórans en hana má nálgast á rafrænu form hér.

Lesendum þessarar greinar er einnig bent á að lesa eftirfarandi greinar sem birst hafa undanfarið á heimasíðu LL:

„Öryggi lögreglumanna – fáliðun“

„Lögregla of fáliðuð“

„Mönnun lögreglubifreiða“

„Samgönguáætlun 2009 – 2012“

„Vilja sýnilegri lögreglu í Mosfellsbæ“

„Vinnueftirlitið með áhyggjur af hugsanlegri undirmönnun í lögreglu“

„Undirmönnun enn grafalvarlegt vandamál hjá lögreglunni“

„Þyrnirós“

Auk ofangreindra frétta er fjölda annarra frétta að finna á heimasíðu LL þar sem fjallað er um undirmönnun í lögreglu, minnkandi fjárheimildir og löggæslu.

Til baka