Fréttir

Hvalfjarðargöng fá falleinkunn!!

29 júl. 2010

Í úttekt ADAC, sem eru samtök þýskra bíleigenda, fá Hvalfjarðargöngin falleinkunn er kemur að öryggismálum!  Grein þessa efnis má lesa á fréttavef Morgunblaðsins mbl.is.  Í greininni kemur fram að Hvalfjarðargöngin, sem eru ein af tuttugu og sex (26) göngum sem úttektin náði til, eru í botnsætinu er kemur að öryggismálum og ljóst að standist ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkra gangna í Evrópu.

 

Ljóst má vera, af þessari fréttaumfjöllun, og lestri þeirra upplýsinga sem fram koma á heimasíðu ADAC, í tengslum við þessa könnun, að viðbragðsaðilar þ.e. lögregla, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sem þurfa að sinna neyðartilfellum í göngunum gætu verið í bráðri lífshættu við vinnu sína í þeim!

Hægt er að sjá könnun ADAC hér og töflu sem sýnir einkunnir einstakra gangna hér

Þá má einnig sjá umfjöllun um könnun ADAC í vefútgáfu þýska blaðsins Focus hér en þar er sérstaklega minnst á Hvalfjarðargöngin og bágt ástand öryggismála í þeim.

Þá er hér athyglisvert viðtal, af mbl.is, við Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem styður fullkomlega við það sem fram kemur hér að ofan í feitletraða textanum.

Hér er svo viðtal, af mbl.is, við Gylfa Þórðarson, framkvæmdastjóra Spalar, í hverju fram kemur að unnið sé að því að bæta öryggi í göngunum.

Hér er svo viðtal, einnig af mbl.is, við Ólaf Guðmundsson, varaformanna FÍB, í tilefni af fréttinni um Hvalfjarðargöngin.

Til baka