Fréttir

„Málfrelsi“

30 júl. 2010

Í nýjasta tölublaði „Dansk Politi„, fagblaðs Landssambands danskra lögreglumanna (Poliltiforbundet) nr. 05 2010 bls. 6 – 15, er afar athyglisverð grein um málfrelsi lögreglumanna.  Greinin ber yfirskriftina „Málfrelsi“ (d. Ytringsfrihed).

 

Í greininni er vitnað í orð allmargra danskra lögreglumanna, sem sum hver hafa heyrst hér á landi:

„Já ég hugsa að það skaði framgangsmáta minn í lögreglu að gagnrýna stjórnendur.  Ég á að vísu erfitt með að þegja.  Þetta verður að kosta það sem það kostar.“

„Mér sýnist á öllu að stjórnendur séu ekki móttækilegir fyrir gagnrýni.  Ég hef oft sett fram rökstuddar athugasemdir í tengslum við vinnu mína í fjarskiptamiðstöðinni en ég hef nánast aldrei fengið nein svör.“

„Ég þekki nokkra sem hafa verið „stimplaðir“ á grundvelli þess að þeir gagnrýna.“

„Það getur klárlega skaðað framgangsmáta innan lögreglu að vera gagnrýninn á stjórnendur.  Ég hef séð fjölda dæma um slíkt.  Áður en breytingarnar voru gerðar [2007 í Danmörku] var þetta ekki vandamál.“

„Nú er ég, sem betur fer, svo gamall í starfi að ég er ekki hræddur við að tjá mig og gagnrýna.  En já, það skaðar starfsferilinn.“

Fram kemur í greininni að í könnun sem gerð var meðal lögreglumanna, hjúkrunarfræðinga, kennara, félagsráðgjafa og hermanna að um 51% aðspurðra væntu neikvæðra viðbragða við framlagðri gagnrýni.

Lögreglumenn eru hvattir til að lesa greinina sem má nálgast hér (smellið á hlekkinn „Hent som pdf“ sem er hægra megin við forsíðumynd blaðsins).  Þeir sem treysta sér ekki til að lesa greinina á dönsku geta beðið næsta eintaks af Lögreglumanninum því leitað verður eftir leyfi, frá Politiforbundet, til að þýða hana til birtingar þar.

Til baka