Fréttir

Fundur stjórnar LL með nýjum dómsmálaráðherra

15 sep. 2010

Eins og fram kom í frétt hér á þessari síðu hér, hafði nýr dómsmálaráðherra, Ögmundur Jónasson óskað eftir því, við formann LL að eiga fund með stjórn landssambandsins.  Hafði hann orð á því að þetta væri hans fyrsta formlega ósk í embætti um formlega fundi.  Þetta mun hann einnig hafa staðfest í viðtali í sjónvarpsþættinum Silfur Egils á RÚV.  Horfa má og hlusta á viðtalið við Ögmund, í Silfri Egils hér.

 

Fundur stjórnar LL með dómsmálaráðherra var haldinn í dag, miðvikudaginn 15. september.  Í sem stystu máli var fundurinn afar gagnlegur og fékk ráðherra upplýsingar um ástand löggæslumála um allt land.

Þau atriði, sem m.a. voru rædd á fundinum, voru eftirfarandi:

  • Skipulagsmál, í fortíð, nútíð og framtíð;
  • Ástand löggæslumála;
  • Fækkun lögreglumanna;
  • Álag á lögreglu;
  • Launakjör lögreglumanna;
  • Verkefni lögreglu;
  • Tölfræði löggæslumála;
  • Fjárhagsstaða lögreglunnar;
  • Stjórnunarhættir í lögreglu.

Í lok fundar lýsti ráðherra því yfir að hann óskaði eftir öðrum fundi með stjórn LL við fyrsta mögulega tækifæri enda væri hann nýsestur í stól dómsmálaráðherra og ætti enn eftir að kynna sér ýmis þau mál, o.fl. til, sem rædd voru á fundinum.

Til baka