Fréttir

Kjarasamningar dragast enn á langinn!

29 mar. 2011

Af frétt að dæma, sem birtist á mbl.is í snemma í morgun, er útlit fyrir að kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði mun dragast enn frekar á langinn en stefnt hafði verið að því að hefja „lokaatlögu“ við gerð kjarasamninga í þessari viku.

 

Í fréttinni kemur fram að SA muni ekki hefja þessa lokaatlögu við gerð kjarasamninga á morgun (miðvikudag) eins og að hafði verið stefnt þar sem enn standi það margt út af í viðræðum við ríkisstjórn Íslands og aðkomu ríkisvaldsins að gerð kjarasamninga.  SA mun hafa greint ríkisstjórninni frá þessu í gærkvöldi, skv. fréttinni á mbl.is.

Ljóst er af þessu að dæma að kjarasamningar á hinum opinbera markaði munu einnig dragast á langinn, í kjölfar þessarar ákvörðunar SA þar sem legið hefur fyrir, um allnokkurn tíma að ríkisvaldið er að bíða eftir því hvað kemur út úr samningum á hinum almenna vinnumarkaði áður en það fer af fullum þunga í gerð kjarasamninga við stéttarfélög opinberra starfsmanna.

 

Til baka