Fréttir

Aðilar vinnumarkaðarins funda með stjórnvöldum

30 mar. 2011

Aðilar hins almenna vinnumarkaðar (ASÍ og SA) gengu á fund ríkisstjórnar Íslands kl. 09:00 í morgun, skv. frétt á mbl.is.  Á fundinum er gert ráð fyrir að eitthvað skýrist með það hvert framhald kjaraviðræðna á hinum almenna vinnumarkaði verður. 

 

Í  frétt hér á þessari síðu í gær, þar sem einnig var vísað til fréttar á mbl.is, kom fram að SA hefði skýrt ríkisstjórninni frá því að ekki yrði farið í „lokaatlögu“ við að ljúka kjarasamningum í þessari viku, eins og að hafi verið stefnt vegna ýmissa stórra mála sem enn stæðu út af borðinu.

Rétt er að árétta það hér að ekkert mun gerast í kjarasamningum opinberra starfsmanna fyrr en lokaskriður er kominn á kjaraviðræður á hinum almenna vinnumarkaði.

Til baka