Fréttir

Enn einn fundurinn í dag

31 mar. 2011

Fram kemur í frétt á mbl.is í dag að enn einn fundurinn sé fyrirhugaður í dag á milli aðila hins almenna vinnumarkaðar (ASÍ og SA) og ríkisstjórnarinnar.

 

Fyrirsögn fréttarinnar er „Ríkisstjórnin leggur spilin á borðið í dag“ en í henni kemur m.a. fram að ASÍ og SA vonist til þess að fá að sjá á spilin á hendi ríkisstjórnarinnar í dag þ.a. hægt verði að taka um það ákvarðanir hvort kjarasamningar verði gerðir til þriggja ára núna eða hvort farið verði í enn eitt framlengingarferlið.  Þá kemur einnig fram í fréttinni að engin svör hafi fengist á þeim fundi sem haldinn var með ríkisstjórninni í gær en eins og fram hefur komið leggur SA mikla áherslu á að sjá til lands í málefnum sjávarútvegsins.

Í máli ríkisstjórnarinnar kom fram að verið væri að leggja lokahönd á tillögur og útrreikninga af áhrifum þeirra.

Rétt er að ítreka það enn og aftur hér að ekkert mun gerast í kjarasamningum opinberra starfsmanna fyrr en einhver hreyfing af viti fer að komast á gerð kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði þar sem ríkisvaldið vill „ekki vera launaleiðandi á markaði“.

Til baka