Fréttir

STALL, úthlutunarfundurinn, 11. apríl 2011

11 apr. 2011

STALL fundaði í dag. Fyrir fundinum lágu 12 umsóknir og voru þær allar afgreiddar með úthlutunum á styrk. Rúmum 600.000 kr. var úthlutað í þetta skiptið. Úthlutað var styrkjum vegna háskólanáms, tölvunáms, ökunáms og svo lífsleiknistyrkur. Jafnframt var veittur styrkur vegna ráðstefnu / námstefnu sérfræðinga erlendis.

 

Rétt er að vekja athygli á vönduðum umsóknum þegar verið er að sækja um styrk vegna einhvers sem er ekki hefðbundið. Það var t.d. þannig í þetta skiptið að hægt var að veita hærri styrk vegna ítarlegra upplýsinga um viðfangsefnið.

 

Eins er rétt að vekja athygli landsbyggðarfólks á ferðastyrk.

Ferðastyrkur er veittur, allt að 20.000 kr. Stjórn STALL reynir að fylgjast með því hvort umsækjendur eigi rétt á slíkum styrk, hafi ekki verið sótt um hann og vekur athygli á slíku.

 

Næstu úthlutunarfundur og væntanlega næst síðast fyrir sumarfrí er 9.

maí.

Til baka