Fréttir

Frumvarp um fækkun lögregluembætta

15 apr. 2011

Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um fækkun lögregluembætta en eins og kunnugt er hefur þetta mál verið í vinnslu frá því árið 2009.  Frumvarp, sem Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra lagði fram á sínum tíma dagaði uppi í Allsherjarnefnd og náðist ekki að klára það á því þingi (138. löggjafarþing, 2009 – 2010).

 

Í frumvarpinu, sem Ögmundur hefur lagt fram er gert ráð fyrir því að lögregluembættin verði átta (8) í stað sex (6) eins og gert hafði verið ráð fyrir í fyrra frumvarpi Rögnu Árnadóttur.

Hér er hægt að lesa frétt um frumvarpið á mbl.is.

Frumvarpið sjálft er hægt að nálgast hér.

Frumvarðið sem Ragna Árnadóttir lagði fram á sínum tíma er hægt að nálgast hér.  Umsögn LL, vegna frumvarpsins, sem Ragna Árnadóttir lagði fram er að finna hér.

Lögreglumenn eru hvattir til, hafi þeir athugasemdir fram að færa við frumvarpið, að senda tölvupóst á netfang LL ll@bsrb.is

Þá eru lögreglumenn einnig hvattir til að kynna sér þær upplýsingar sem er að finna um skipulagsbreytingar í lögreglu, sem er að finna undir hlekknum „Skipulagsbreytingar“ hér vinstra megin á þessari síðu.

 

 

Til baka