Fréttir

Ekkert að gerast í kjaraviðræðum

19 apr. 2011

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga þá slitnaði upp úr kjaraviðræðum ASÍ og SA s.l. föstudag (15. apríl) en vonir höfðu verið bundnar við að að hægt yrði að ganga frá kjarasamningi aðilanna þann dag.  Nú er ljóst að ekkert varð af því og að sama skapi ljóst að lítið eða ekkert mun gerast í viðræðum á milli aðilanna fyrr en eftir páska.

 

Þannig segir mbl.is frá því í dag að þungt hljóð sé í verkalýðsforingjum landssambanda og aðildarfélaga ASÍ eftir að kjaraviðræðurnar fóru út um þúfur s.l. föstudagskvöld. 

Í fréttum liðinna daga kemur skýrt fram að ýmislegt bar í milli samningsaðila, sem leiddi til strands kjaraviðræðnanna s.l. föstudagskvöld.  Þannig virðast sjávarútvegsmálin hafa vegið þar einna þyngst þó svo að yfirlýsingar stjórnvalda annarsvegar og samningsaðila hinsvegar beri ekki alveg saman er varðar þetta atriði s.s. sjá má við lestur eftirfarandi frétta:

mbl.is

mbl.is

mbl.is

mbl.is

visir.is

visir.is

visir.is

Eins og fram hefur komið áður, hér á þessari síðu, hér, hér og hér og reyndar í fleiri fréttum, bæði á opna svæðinu, sem og lokaða svæði félagsmanna verður engin hreyfing á kjaraviðræðum við opinbera starfsmenn fyrr en einhver niðurstaða næst í viðræður ASÍ og SA þar sem ríkisvaldið „vill ekki vera launaleiðandi á markaði“.

Lögreglumenn eru hvattir til þess, enn og aftur, að fylgjast vel með gangi kjaraviðræðna með lestri þeirra frétta sem birtar eru bæði á opna og lokaða svæði heimasíðunnar.  Tölvupóstkerfi lögreglunnar verður EKKI notað í þessum tilgangi.

 

Til baka