Fréttir

Stofnun ársins 2011

13 maí. 2011

Í dag, föstudaginn 13. maí,kl. 17:00 kynntu SFR og VR niðurstöður könnunarinnar Stofnun og Fyrirtæki Ársins 2011 á Hilton Hotel Nordica í Reykjavík. Í máli Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, kom fram að könnunin í ár væri einnig unnin í samvinnu við Fjármálaráðuneytið þ.a. ALLIR ríkisstarfsmenn hafi átt þess kost að taka þátt í könnuninni. Þá kom einnig fram í máli Árna Stefáns að niðurstöðurnar ættu að vera hvatning til annarra stofnana að gera betur í starfsmannamálum og þar með í komandi könnunum.

 

Stofnun ársins 2011 í flokki stærri stofnana er Sérstakur Saksóknari og óskar LL embættinu og starfsmönnum þess innilega til hamingju með titilinn!

 

Í flokki minni stofnana hlaut titilinn Sýslumaðurinn í Vík. LL óskar, sömuleiðis, því embætti og starfsmönnum þess innilega til hamingju með titilinn.

 

Þær spurningar sem m.a. eru lagðar fram í könnuninni eru eftirfarandi:

  1. Trúverðugleiki stjórnenda;
  2. Starfsandi;
  3. Launakjör;
  4. Vinnuskilyrði;
  5. Sveigjanleiki vinnu;
  6. Sjálfstæði í starfi;
  7. Ímynd stofnunar;
  8. Ánægja og stolt.

Niðurstöðurnar fyrir þær stofnanir í könnuninni, þar sem lögreglumenn starfa,eru sem hér segir:

Í flokki stærri stofnana (starfsmannafjöldi 50 starfsmenneða fleiri):

1. sæti -Sérstakur Saksóknari.

43. sæti – Lögreglustjórinn á Suðurnesjum.

78. sæti – Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.

83. sæti – Ríkislögreglustjóri.

Í flokki minni stofnana (starfsmannafjöldi 50 starfsmenneða færri):

5. sæti – Sýslumaðurinn á Sauðárkróki.

7. sæti – Lögregluskóli ríkisins.

9. sæti – Sýslumaðurinn á Hvolsvelli.

16. sæti – Sýslumaður Snæfellinga.

26. sæti – Sýslumaðurinn á Akranesi.

31. sæti – Sýslumaðurinn á Húsavík.

42. sæti – Sýslumaðurinn á Blönduósi.

50. sæti – Sýslumaðurinn á Selfossi.

64. sæti – Sýslumaðurinn á Ísafirði.

65. sæti – Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum.

69. sæti – Sýslumaðurinn í Borgarnesi.

71. sæti – Sýslumaðurinn á Seyðisfirði.

80. sæti – Sýslumaðurinn á Akureyri.

82. sæti – Sýslumaðurinn á Eskifirði.

Nánari upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar er að finna á heimasíðu SFR. Hægt er að komast beint inn á upplýsingasíður könnunarinnar hér.

 

LL mun, á næstu vikum, fara í það að gera samanburð á niðurstöðum kannanna liðinna ára, fyrir öll lögregluembætti landsins, með það að markmiði að:

a) sjá hver þróunin hefur verið þ.e.a.s. hvort lögregluembættin eru að bæta sig í könnuninnieða ekki

b) nota niðurstöðurnar í viðræðum við starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins til, eftir atvikum, að leita leiða til að bæta árangur lögregluembættanna í komandi könnunum.

Niðurstöður þessarar samanburðarkönnunar verða birtar hér á vef LL.


Af þessu tilefni hefur LL ákveðið að setja af stað könnun undir hlekknum“Þitt álit“ hér hægra megin á síðunni til að kanna hug lögreglumanna til yfirstjórnar lögreglunnar.

 

 

Til baka