Fréttir

Lítilsvirðing!!!

24 sep. 2011

Hver hefði trúað því að Norræn velferðarstjórn, stjórn hinna vinnandi stétta, fyrsta hreina vinstristjórnin frá stofnun lýðveldisins Íslands hefði haft dug í sér til að lítilsvirða þá stétt, sem ætlað er það hlutverk að halda uppi almannareglu í samfélaginu, stemma stigu við afbrotum, upplýsa þau afbrot sem kunna að vera framin o.s.frv. líkt og sást við uppkvaðningu gerðardóms í kjaradeilu lögreglumanna við ríkisvaldið í dag?

Sá er þetta skrifar a.m.k., sem fylgst hefur með þjóðmálaumræðunni um áratugaskeið, fylgst hefur með gagnrýni þeirra stjórnmálamanna sem nú sitja við völd, á það skilningsleysi sem forrennarar þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr við völd í landinu, á málefnum lögreglumanna, hefði seint trúað þeirri vanvirðingu sem stétt lögreglumanna, sem fór fram með þær kröfur einar að laun þeirra yrðu leiðrétt á sanngjarnan hátt gagnvart „viðmiðunarstéttum“, hefði seint trúað því að hrein vinstri stjórn, norræn velferðarstjórn eða hvað annað sem hún vill láta kalla sig, hefði sýnt lögreglumönnum þá lítilsvirðingu sem þeim var sýnd í dag!!

Það verður seint sagt, um Landssamband lögreglumanna, að það hafi, í gegnum tíðina farið fram með óraunhæfar launakröfur!  Það verður seint sagt um lögreglumenn að þeir séu ósanngjarnir í samskiptum sínum við ríkisvaldið!  Það verður seint sagt um lögreglumenn að þeir séu óviljugir til verka þegar kemur að því að tryggja starfsfrið og þinghelgi Alþingis Íslendinga!

Svo má hinsvegar mann þreyta að hann bogni!!  Svo má hinsvegar höggva í þeim sömu knérum að brotna krosstré!!

Það blað var brotið í kjaramálum lögreglumanna í dag, af hálfu hinnar Norrænu velferðarstjórnar, að allt það traust sem lögreglumenn hafa haft á ríkisvaldinu, allur sá skilningur sem lögreglumenn töldu að fyrir hendi væri af hálfu ríkisvaldsins til starfa lögreglumanna er brostinn!!!  Lögreglumenn geta héðan í frá, einfaldlega engu treyst sem kemur frá stjórnvöldum þessa lands!!!  Lögreglumenn fengu það að vita í dag að þeir eru einir á báti, skilningur stjórnvalda á störfum þeirra er ENGINN!!!

Lögreglumenn munu nú nota næstu daga til að fara yfir þá stöðu sem upp er komin og í kjölfarið á því endurmeta stöðu sína gagnvart ríkisvaldinu sem farið hefur fram með offorsi, yfirgangi og valdboði gegn stéttinni!!

Lögreglumenn eru seinþreyttir til vandræða, það sanna dæmin, en lengi má manninn reyna!!  Lögreglumenn hafa verið reyndir um of og hafa einfaldlega fengið mikið meira en nóg!

Einhver hefði nú trúað því, í hinu fullkomna samfélagi mannanna, að innanríkisráðherra, svo ekki sé nú talað um fjármálaráðherra hefðu gert svo lítið að hafa símasamband við forystu lögreglumanna í kjölfar birtingu auglýsinga í tveimur af stærstu fjölmiðlum landsins laugardaginn 17. september s.l. þó ekki væri nema til að kanna hvað væri eiginlega á seyði.  En NEI ekki hvarflaði að þessum háu herrum að láta í sér heyra!  Ekki hvarflaði að þeim að kanna hvað það væri sem fengi lögreglumenn til að birta slíkar auglýsingar!!  EKKERT – ENGIN HRINGING – EKKERT!!!

Lögreglumenn, skoðanir þeirra, starfskjör, laun o.fl. eru greinilega eitthvað sem ríkisvaldinu kemur ekkert við og hefur hreinlega engar áhyggjur af né áhuga fyrir!!

Lengi lifi Ísland!!!!

Til baka