Fréttir

Rangfærslur Ólínu Þorvarðardóttur

27 sep. 2011

Landssamband lögreglumanna lýsir furðu sinni á ummælum Ólínu Þorvarðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar í garð lögreglumanna í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag.

 

 

Ummæli hennar eru til þess ætluð að skaða virðingu lögreglumanna og sett fram af þekkingarleysi hennar á tildrögum þess að lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók ákvörðun um að heiðursvörður lögreglumanna yrði ekki staðinn við þingsetningu 1. október nk. Sú ákvörðun tengist kjarabaráttu lögreglumanna ekki á nokkurn hátt og er samtökum lögreglumanna algerlega óviðkomandi.

 

Ólína er hvött til þess að kynna sér staðreyndir málsins og biðja lögreglumenn afsökunar á þessum ummælum.

Til baka