Fréttir

Formannskosning, talningu lokið.

9 mar. 2012

Kjörstjórn kom saman til fundar kl. 09.00. Alls höfðu 429 atkvæðaseðlar borist af 687 sem sendir voru út. Strax voru 8 ógildir vegna vöntunar á áritun á endursendingarumslagi.

Kl. 11.00 hófst svo talning og var aðeins einn frambjóðandi viðstaddur, Snorri, en öllum var boðið að mæta, eða senda fulltrúa sinn.

Atkvæði skiptust þannig:

Snorri Magnússon, 232 atkvæði eða rétt um 54%

Gísli Jökull Gíslason, 106 atkvæði eða rétt um 25%

Einar Guðmundur Guðjónsson, 62 atkvæði eða rétt um 14 %

Auðir og ógildir voru 29 eða tæp 7%

Þátttaka var rétt um 62%.

Snorri Magnússon telst því rétt kjörinn formaður LL til næstu tveggja ára.

F.h. Kjörstjórnar.

Guðmundur Fylkisson

Til baka