Fréttir

31. þing LL 2012

13 mar. 2012

Dagana 24. – 26. apríl n.k. verður 31. þing Landssambands lögreglumanna haldið í Stykkishólmi.  Svæðisdeildir LL munu sjá um að auglýsa eftir fulltrúum hvers svæðis fyrir sig, á næstu dögum, í samræmi við lög LL.

 

Lögreglumenn er hvattir til þess að gefa kost á sér til setu á þingi LL en þar er mörkuð stefna Landssambandsins í málefnum lögreglumanna á milli þinga.  Það skiptir því verulegu máli að þingin heppnist vel, umræða sé markviss og málefnarík og ályktanir þinganna sem og stefna sú sem mörkuð er hverju sinni sé þannig úr garði gerð að hún nái marki sínu.

 

Hafir þú einhver málefni, sem þér fyndist rétt að tekin yrðu upp, til umræðu á þinginu, tillögur til breytinga á lögum LL, eða annað í fórum þínum þá er rétt að þú setjir þig í samband við formann þinnar svæðisdeildar til að koma þeim málum á framfæri.  Rétt er að hafa í huga einnig að einstaklingar innan LL hafa beinan rétt til framlagningar mála, beint við stjórn LL, í samræmi við 13. gr. laga LL.

Til baka