Fréttir

Framsóknarflokkurinn vill banna skipulagða glæpastarfssemi

28 mar. 2012

Þingmenn Framsóknarflokksins lögðu í gær fram tillögu til þingsályktunar um bann við skipulagðri glæpastarfsemi. Þingsályktunartillöguna og greinargerð má nálgast á vef Alþingis.

Ályktunin er eftirfarandi:

Tillaga til þingsályktunar
um bann við skipulagðri glæpastarfsemi.

Flm.: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ásmundur Einar Daðason, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson,Höskuldur Þórhallsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir.

 

Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að leggja frumvarp til laga fyrir Alþingi sem banna að á Íslandi starfi brotahópar sem stunda starfsemi sem fellur undir alþjóðlegar skilgreiningar um skipulagða glæpastarfsemi.

 

Landssamband lögreglumanna fagnar þessari tillögu og hvetur alla þingmenn þjóðarinnar til þess að samþykkja hana og hefja í alvöru baráttuna við skipulagða slæpastarfsemi.  Sama gildir um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu.

Tengt efni:

Lagafrumvarp – meðferð sakamála – auknar heimildir lögreglu – flutningsmaður: innanríkisráðherra

Þingsályktunartillaga um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu – flutningsmaður: Siv Friðleifsdóttir o.fl.

Pistill Snorra Magnússonar, formanns LL, um skipulagða glæpastarfsemi.

Grein um vélhjólagengi í Lögreglumanninum 3. tbl. 2009, bls. 18 – 23 – höf: Snorri Magnússon, formaður LL

Til baka