Fréttir

Lagabreytingatillögur Aðalbergs Sveinssonar

24 apr. 2012

Nú fyrir skömmu samþykku 25 fulltrúar gegn 5 að taka til umræðu þrjár lagabreytingatillögur frá Aðalbergi Sveinssyni. Tveir þingfulltrúar sátu hjá.  Fyrsta og umdeildasta tillagan felur í sér breytingu á 26. grein laga LL og er um fækkun í stjórn.  Aðalbergur gerði að tillögu sinni (innan í svigum eru sá fjöldi sem nú er í gildi) að höfuðborgarsvæðið verði með 4 (7) fulltrúa, Reykjanes með 2 (2), Suðurland með 1 (1), Austurland með 1 (1), Norðurland með 1 (2 Norðurland vestra og eystra) og Vesturland (1)/Vestfirðir með 1 (1).

Þá gerði hann að tillögu sinni að í 17. gr. falli út að staðar-, áhuga- og fagfélög sbr. 30 gr. (á að vera 29. gr.) missi seturétt á formannaráðstefnu en í staðinn fái fulltrúar trúnaðamannaráðs seturétt.

 

Að lokum gerði hann breytingatillögu á 29. gr. laganna sem snýr að sama atriði og í 17. gr. um seturétt á formannaráðstefnunni.

 

Þar sem þessi tillaga var borin upp á þinginu þurfti 2/3 hluta atkvæða til að samþykkja að taka hana til umfjöllunar og var það gert.

 

Talsverðar umræður sköpuðust um breytingarnar á 26. greininni og fór svo að Aðalbergur dró hana til baka.

Til baka