Fréttir

Mjög þungt hljóð í lögreglumönnum – ályktun þingsins!

26 apr. 2012

Seinni þingdag 31. þings Landssambands lögreglumanna (LL), sem haldið var í Stykkishólmi 24. og 25. apríl fór fram afgreiðsla þeirra nefndaálita sem unnin voru í nefndum þingsins fyrri þingdaginn. 
Þá mætti einnig til þingsins, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra en hann flutti erindi um boðaðar skipulagsbreytingar í lögreglu.  Erindi Ögmundar hófst kl. 11:00 en gert hafði verið ráð fyrir einni klukkustund undir þessum lið.  Það fór þó svo að erindið, ásamt fyrirspurnum og athugasemdum þingfulltrúa tók um tvær klukkustundir!  Innanríkisráðherra fékk, á þinginu, að heyra beint hug lögreglumanna til ástandsins í löggæslumálum, sem er nokkuð sem LL hefur verið að benda á í opinberri umræðu um langt skeið.
 
Undir lok þessa seinni þingdags var samþykkt einróma og undir dynjandi lófaklappi þingfulltrúa, undir liðnum önnur mál, eftirfarandi ályktun þingsins:
 
 
„31. þing Landssambands lögreglumanna leggur til að lögreglan á Íslandi verði lögð niður í núverandi mynd.“
 
 

Til baka