Fréttir

Frumvarp Ögmundar Jónasson innanríkisráðherra

30 apr. 2012

ÞESSI SÍÐA OG UNDIRSÍÐUR HENNAR ERU Í VINNSLU OG NÝTT EFNI VERÐUR SETT INN HÉR Á NÆSTU VIKUM OG MÁNUÐUM
 
Miðvikudaginn 25. apríl s.l. mælti Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögreglulögum sem miða að því að fækka umdæmum lögreglu úr fimmtán (15) í átta (8).
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umdæmi lögreglustjóranna verði sem hér segir:
  1. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
  2. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
  3. Lögreglustjórinn á Vesturlandi
  4. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum
  5. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra
  6. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra
  7. Lögreglustjórinn á Austurlandi
  8. Lögreglustjórinn á Suðurlandi.
Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir því að umdæmaskipan lögreglustjóranna verði ákveðin í reglugerð til að koma til móts við þann breytileika sem hefur átt sér stað og mun að öllum líkindum eiga sér stað á skipan sveitarstjórnarmála á Íslandi.
 
Í frumvarpinu er einnig að finna ýmis önnur atriði er varða t.d. bakgrunnsskoðanir þeirra sem sækja um nám í lögregluskóla ríkisins sem og starfandi lögreglumanna án þess þó að gerð sé grein fyrir því hvernig slíkar skoðanir munu eiga sér stað og þá einnig hverjir eigi að framkvæma þær, gagnvart starfandi lögreglumönnum og hver eftirvinnsla slíkra bakgrunnsskoðana starfandi lögreglumanna yrði.
 
Annað sem vekur athygli í þessu lagafrumvarpi Ögmundar er sú afturför sem er að verða með aðgengi lögreglumanna, með viðeigandi viðbótarmenntun, að stöðum aðstoðarlögreglustjóra og er þessi framlagða breyting í algerri þversögn við það sem fyrrverandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, hafði lagt upp með árið 2008 þegar unnið var að endurskoðun lögreglulaga í hans ráðherratíð.  Þetta má m.a. sjá í glærum sem hann flutti á fyrirlestri á fundi félags sýslumanna, sem haldinn var á Hvolsvelli 25. september 2008.

Til baka