Fréttir

Verkfall opinberra starfsmanna í Noregi!

24 maí. 2012

Í kjölfar þess að kjaraviðræður opinberra starfsmanna í Noregi sigldu í strand í þessari viku hefur verið boðað til verkfalls opinberra starfsmanna þar í landi sem hefjast mun í fyrramálið (25. maí).  Norskir lögreglumenn munu m.a. fara í verkfall í fyrsta sinn síðan 1995.
Þá er þetta í fyrsta sinn í 28 ár sem opinberir starfsmenn í Noregi hafa farið í allsherjarverkfall!
Hægt er að lesa frekar um ástæður verkfallsins í viðtali við Arne Johannessen á heimasíðu Landssambands norskra lögreglumanna hér.
Þá er einnig hægt að fylgjast með verkfallinu á heimasíðu UNIO hér.  UNIO eru heildarsamtök opinberra starfsmanna í Noregi með um 300.000 félagsmenn.
Einnig er hægt að fylgjast með verkfallinu á heimasíðu VG fréttamiðilsins norska t.d. hér.
Örlitla frétt er að finna um verkfallið á vef Morgunblaðsins mbl.is hér en engar fréttir á öðrum vefmiðlum!  Ekkert er fjallað um það að lögreglan í Noregi er einnig í verkfalli vegna þessa!

Til baka