Fréttir

„Verndaðu þá sem vernda þig“

29 sep. 2012

„Verndaðu þá sem vernda þig“ (e. Protect Those That Protect  You) er yfirskrift herferðar European Confederation of Police (EuroCOP) sem miðar að því að vekja athygli á þeiri staðreynd að lögeglumenn þurfa að þola ofbeldi af ýmsum toga við framkvæmd starfa sinna, bæði líkamlegt og andlegt.  Herferðin miðar einnig að því að vekja athygli á því að ofbeldi gegn lögreglumönnum er ekki sjálfsagður hluti af starfi þeirra og þeim sem beita ofbeldi gegn lögreglumönnum beri að refsa, á strangasta máta, sem lög leyfa.  Ofbeldi gegn lögreglumönnum er daglegt brauð alllstaðar þar sem lögregla starfar og mjög víða virðist vera litið á slíkt sem hluta af því að starfa í lögreglu og ekkert við því að gera.

 

EuroCOP hefur um árabil staðið fyrir herferð (sjá hlekkinn hér í upphafi þessarar fréttar) til að vekja athygli stjórnvalda á þeirri staðreynd að ofbeldi gegn lögreglumönnum er alls ekki eitthvað sem líta má á sem venjubundinn þátt í því að starfa sem lögreglumaður!  Árás á lögrelgumann að störfum er bein árás á þá þjóðfélagsskipan sem ríkjandi er í því landi þar sem ofbeldið á sér stað.  Lögreglumenn eiga hreinan og skýran rétt til þess og heimtingu á að þeim sem falið hefur verið það hlutverk að dæma í slíkum málum dæmi þá sem beita lögreglumenn – o.þ.a.l. þjóðfélagið – ofbeldi til þyngstu mögulegrar refsingar.

 

Undanfarna daga hefur birst í fjölmiðlum umfjöllun um ofbeldi gegn lögreglumönnum á Íslandi og vægar refsingar (að því að lögreglumönnum finnst) yfir þeim sem beita slíku ofbeldi.  Sitt sýnist hverjum í þessum efnum en staðreynd mála er hinsvegar sú að tilfinning og um leið fullyrðing lögreglumanna er sú að dómar í slíkum málum séu alltof vægir!

Til baka