Fréttir

Ögmundur vill efla löggæsluna

15 mar. 2013

Í frétt sem birtist á mbl.is í dag, föstudaginn 15. mars, kemur fram að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hafi kynnt í ríkisstjórn Íslands í morgun þverpólitískan vilja til að efla löggæslu í landinu og sér í lagi á landsbyggðinni.  Byggir þetta á vinnu allra flokka á Alþingi.

 

Skýrslan er unnin á grunni þingsályktunartillögu um grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland sem samþykkt var á Alþingi þann 19. júní 2012.  Ályktunin byggir á tillögu til þingsályktunar sem Gunnar Bragi Sveinsson (B) var fyrsti flutningsmaður á.

 

Skýrslan var lögð fram á Alþingi laugardaginn 16. mars.

 

Þá má einnig gera ráð fyrir að kolsvört skýrsla innanríkisráðherra um stöðu lögreglunnar, sem kom út seint á árinu 2012 hafi haft hér töluverð áhrif.

Til baka