Fréttir

„Lokuð Fésbókarsíða!“

2 nóv. 2013

Lokuð Fésbókarsíða (Facebook) síða lögreglumanna í Svíþjóð hefur, undanfarna daga, valdið miklu fjaðrafoki þar í landi m.a. vegna ýmissa ummæla lögreglumanna á síðunni.  

 

Þar hafa birst hin og þessi, miður skemmtileg, ummæli lögreglumanna, sem töldu sig vera að tjá sig „í trúnaði“ við kollega sína um hin ýmsu mál og nafngreinda einstaklinga í sænsku samfélagi.  Fjölmiðlar komust hinsvegar yfir aðgang að síðunni – slíkar síður eru enda ekki traustari en veikasti hlekkur þeirra – og hafa undanfarið verið að birta eitt og annað, miður skemmtilegt, sem sænskir lögreglumenn hafa verið að tjá sig um á síðunni:

  1. https://www.expressen.se/nyheter/facebook-gruppen-avslojar-poliserna/ 
  2. https://www.aftonbladet.se/nyheter/article17714502.ab
  3. https://www.svd.se/nyheter/inrikes/poliser-hanar-kandisar-i-facebookgrupp_8651566.svd
  4. https://tyckerierna.blogspot.com/2013/10/om-poliser-facebook-och-anonymt-tyckande.html
  5. https://www.svt.se/nyheter/sverige/polisens-facebo
  6. https://www.sydsvenskan.se/sverige/poliser-hanar-pa-facebook/

Landssamband sænskra lögreglumanna hefur, í kjölfar þeirra upplýsinga sem sænskir fjölmiðlar hafa komist yfir af þessari „lokuðu Fésbókarsíðu“, þurft að svara fyrir hin ýmsu, miður skemmtileg, ummæli lögreglumanna um menn og málefni, þrátt fyrir að Landssambandið hafi ekkert með þessa síðu að gera.

 

Það sem hefur verið að gerast í Svíþjóð sannar hið fornkveðna að „oft er í holti heyrandi nær“.  Þá hefur Peter Ibsen, fyrrverandi formaður Landssambands lögreglumanna í Danmörku varað við því sem hefur verið að gerast á slíkum „lokuðum“ Fésbókarsíðum lögreglumanna enda einstaklingar að tjá sig þar „undir því yfirvarpi“ að þar sé um „nafnleynd“ að ræða.  

 

Áður en orð eru sett á blað eða í tölvupóst fer almennt vel á því að stíga aðeins til baka og hugsa með sér hvort að viðkomandi myndi almennt setjast niður og skrifa, eigin hendi á blað, setja í umslag og fara með á pósthús (með póstburðargjaldi) það sem viðkomandi ætlaði sér upphaflega að senda í tölvupósti eða setja inn á „lokaðar“ síður hér og þar á Internetinu.

Til baka