Fréttir

Kallað eftir framboðum til formanns LL

3 jan. 2014

Gleðilegt ár.

Hér með kallað eftir framboðum til formanns Landssambands lögreglumanna fyrir árin 2014-2016.

Skv. lögum LL skal skila framboðum fyrir lok janúar og skal kosning hafa farið fram þremur vikum fyrir þing. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu þingsins.  Gera má ráð fyrir því að kosið verði fljótlega eftir að framboðsfrestur rennur út þannig að kjör annarra stjórnamanna geti farið fram hjá lögreglufélögum í framhaldi, þegar ljóst er orðið með formanninn.

Þess skal getið að núverandi formaður, Snorri Magnússon, gefur kost á sér til áframhaldandi setu.

Fyrir hönd kjörstjórnar LL

Guðmundur Fylkisson.

Í kjörstjórn eru

Guðmundur Fylkisson RLS

Jón Halldór Sigurðsson, ESS

Daði Þorkelsson, LSS

Til vara

Óskar Gunnar Óskarsson, RLS

Bylgja Hrönn Baldursdóttir, LRH

Magnús Hreinsson. Lögreglan á Eskifirði.

Til baka