Fréttir

Ráðstefna um lögreglumálefni

18 mar. 2014

Föstudaginn 21. mars n.k. verður haldin, í húsnæði BSRB (fundarsalir á jarðhæð hússins) ráðstefna, í tvennu lagi, um lögreglumálefni.

 

Á ráðstefnunni, sem hefst kl. 08:00 og lýkur kl. 17:00 verður fjallað um jafnréttismál (fyrir hádegi) og vopnamál (eftir hádegi).

 

Á fyrri hlutanum (jafnréttismál) mun Max Lutteman, frá embætti Ríkislögreglustjórans í Svíþjóð flytja erindi um stöðu jafnréttismála, aðgerðir og árangur í þeim efnum í Svíþjóð.

Þá mun Finnborg Salome Steinþórsdóttir, frá embætti Ríkislögreglustjórans, flytja erindi um skýrsluna sem unnin var um vinnumenningu og kynjatengsl í lögreglunni.

Einnig mun Berglind Eyjólfsdóttir, rannsóknarlögreglumaður hjá LRH og fulltrúi LL í jafnréttisnefnd BSRB verða með innlegg í þessum hluta ráðstefnunnar.

 

Á síðari hlutanum (vopnamál) mun Frank Haga, frá Landssambandi norskra lögreglumanna, flytja erindi byggt á skýrslu sem norska Landssambandið vann á árinu 2011 um vopnaburð lögreglumanna í Noregi.

Þá munu Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóranum og Óskar Þór Guðmundsson, stjórnarmaður í stjórn LL verða með innlegg í þessum hluta ráðstefnunnar.

 

Gert er ráð fyrir pallborðsumræðum í lok hvors hluta fyrir sig.

 

Ráðstefnan er opin öllum lögreglumönnum á meðan húsrúm leyfir.

Til baka