Fréttir

Ráðstefnan Jafnrétti og lögreglan / Lögreglan á Íslandi og vopnaburður

21 mar. 2014

Í dag var haldin, í húsnæði BSRB að Grettisgötu 89, tvískipt ráðstefna sem undirbúin var í sameiningu af Félagi lögreglustjóra, Lögregluskólanum, Ríkislögreglustjóranum og Landssambandi lögreglumanna.

 

Fyrir hádegi var fjallað um jafnrétti og lögregluna og eftir hádegi var fjallað um lögregluna á Ísland og vopnaburð.  Ráðstefnan var send út í gegnum Internetið með búnaði sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lánaði góðfúslega til verksins.

 

Dagskrá ráðstefnunnar hefur verið sett inn á vef LL sem og þær glærur fyrirlesara sem þegar liggja fyrir.  Vegna eðlis þeirra málefna sem rædd voru á ráðstefnunni er einungis hægt að nálgast glærurnar á lokuðu svæði félagsmanna LL.  Glærurnar eru ekki ætlaðar til opinberrar birtingar.

 

Stefnt er að því, undir lok næstu viku, að koma efninu einnig í dreifingu og gera aðgengilegt öllum lögreglumönnum í gegnum Lindina (innri vef lögreglunnar) en þar verður vonandi hægt að sjá hluta af þeim fyrirlestrum sem fluttir voru.

Til baka