Fréttir

Frumvarp til breytinga á lögreglulögum

13 nóv. 2014

Í dag, fimmtudaginn 13. nóvember verður flutt frumvarp til breytinga á lögreglulögum á Alþingi um endurheimt lögreglumanna á verkfallsrétti þeirra, sem afnuminn var með lögum árið 1986.

 

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Eyrún Eyþórsdóttir, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, og lögreglumaður og meðflutningsmenn eru þær Svandís Svavarsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Hægt verður að fylgjast með framgangi málsins á vef Alþingis.

 

Sögu þessa lagaákvæðis í lögreglulögunum (31. gr. lögreglulaganna) og framkvæmd launatryggingar lögreglumanna (svokallað viðmiðunarsamkomulag) sem samið var um við Landssamband lögreglumanna þegar til stóð að afnema verkfallsrétt þeirra árið 1986 eru gerð ágætis skil á vef Alþingis (111. löggjafarþing – 446. mál, árið 1988 – 1989).

Til baka