Fréttir

Útskrift frá Lögregluskóla ríkisins

16 des. 2014

Föstudaginn 12. desember s.l. voru útskrifaðir frá Lögregluskóla ríkisins sextán nemendur sem þar hafa verið við nám undanfarna mánuði.  Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins kemur fram að „flestir“ þessara útskriftarnema hafi þegar fengið störf sem lögreglumenn, séu að sækja um slík störf og að einn hafi ráðið sig til starfa hjá Landhelgisgæslunni.

 

Það er oft á tíðum athyglisvert að lesa fréttir sem þessar og sér í lagi í ljósi þess að staðreynd málsins er einfaldlega sú að einungis fjórir (4) af þessum sextán (16) útskriftarnemum hafa fengið störf sem lögreglumenn.  Vel má vera og gera verður jú ráð fyrir því að flestir útskriftarnemanna séu að leita sér að störfum sem lögreglumenn en staðreyndin er önnur en fréttin gefur tilefni til.

 

Þá má einnig geta þess hér í framhjáhlaupi að vegna aðhaldsaðgerða var ekki unnt að kaupa hátíðareinkennisfatnað á útskriftarnemana, líkt og gert hefur verið frá upphafi útskrifta frá lögregluskólanum og útskrifuðust nemarnir því í fatnaði sem þeim tókst á fá lánaðan hjá starfandi lögreglumönnum.

Til baka