Fréttir

Staða lögreglunnar í stærra samhengi

29 sep. 2015

 

Í frétt á heimasíðu LL þann 14. september s.l. var stuttlega gert grein fyrir nýútkomnum skýrslum greiningardeildar Ríkislögreglustjórans sem og ársskýrslu Vinnueftirlitsins.

 

Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að lögreglan sé bæði undirmönnuð og fjársvelt og í ársskýrslu Vinnueftirlitsins kemur fram að lögreglan situr í efstu sætum með fjölda tilkynntra vinnuslysa og fullyrðir Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins að það stafi fyrst og fremst af mikilli og langvarandi undirmönnun í lögreglunni.

Við þessar skýrslur má svo bæta skýrslu, um Stöðu lögreglunnar sem Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, lagði fram á Alþingi Íslendinga í desember 2012.

 

Lögreglumaðurinn fór á stúfana og skoðaði ýmsar tölulegar staðreyndir í þessum efnum og kom eftirfarandi m.a. í ljós í þeirri könnun (horft er til áranna 2000 – 2014):

 

Lögreglumönnum hefur fækkað um:                              10,79%

Lögreglubifreiðum hefur fækkað um:                             12,42%

Akstur lögreglubifreiða hefur dregist saman um:         35,32%

 

Íbúafjöldi á Íslandi hefur aukist um:                                16,71%

Ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað um:                  229,34%

 

Ökutækjum á Íslandi hefur fjölgað um:                           49,30%

 

(heimildir sem notast var við eru tölulegar upplýsingar úr ársskýrslum Ríkislögreglustjórans sem og af vefjum Hagstofu Íslands, Ferðamálastofu og Samgöngustofu)

Til baka