Fréttir

„Stjórnarráðið í fyrramálið – sýnum styrk okkar“

8 okt. 2015

SFR – Stéttarfélag í almannaþjónustu hefur boðað til samstöðufundar framan við stjórnarráðið í fyrramálið kl. 09:30 á meðan á fundi ríkisstjórnar stendur:

 

„Kæru félagsmenn,
Nú stefnir því miður allt í verkfall hjá félagsmönnum okkar sem starfa hjá ríkinu. Vilji stjórnvalda til samninga hefur verið lítill sem enginn og samningafundir hingað til árangurslausir. Til að leggja áherslu á kröfur okkar höfum við boðið til verkfalls 15. október næstkomandi. Vilji okkar er þrátt fyrir það að semja, og enn er tími. Við viljum sýna þann vilja í verki og mæta fyrir framan stjórnarráðið í fyrramálið kl. korter yfir níu þegar ríkisstjórnarfundur hefst. Þar munum við afhenda forsætisráðherra yfirlýsingu þessa efnis.

Við vonum að sem flestir komist þrátt fyrir aðhér sé um að ræða vinnutíma hjá mjög mörgum. Það er mikið í húfi og við þurfum að sýna að okkur sé alvara.

Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu.“

Til baka