Fréttir

Ályktun félagsfundar Lögreglufélags Reykjavíkur 21. október 2015

22 okt. 2015

Lögreglufélag Reykjavíkur hélt mjög fjölmennan félagsfund í gær þar sem eftirfarandi álykun var samþykkt:

 

 

„Félagsmenn LR skora á lögreglustjórafélagið og félag yfirlögregluþjóna að standa við og minna á fyrri ályktun sem þeir sendu til fjölmiðla þ.e. að þeir standi við bakið á lögreglumönnum í kjarabaráttu sinni,“ segir í ályktuninni, sem lesa má í heild hér fyrir neðan.

Félagsfundur lögreglumanna haldinn í höfuðstöðvum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 21. október 2015 skorar á stjórnvöld að standa við gert samkomulag frá 1986 um kjarabætur, sem svikið var.

Stjórnvöld leiðrétti strax grunnlaun lögreglumanna í að lágmarkslaun útskrifaðs lögreglumanns frá lögregluskóla ríkisins séu að lágmarki fjögurhundruð og tíuþúsund krónur og sambærileg hækkun verði fyrir aðra lögreglumenn.
Stjórnvöld eru gerð ábyrg fyrir öryggi borgaranna og íslensk samfélags verði laun lögreglumanna ekki leiðrétt. Lögreglumenn kunna að segja sig frá lögreglustarfinu og leita til annarra starfa með tilheyrandi óvissu fyrir réttaröryggi landsins verði laun ekki leiðrétt til fulls strax.

Félagsmenn LR vilja minna stjórnvöld á útkomna skýrslu ríkislögreglustjóra og Vinnueftirlits um mannaflaþörf, nú þegar vantar um 300 lögreglumenn á landsvísu.

Félagsmenn LR skora á lögreglustjórafélagið og félag yfirlögregluþjóna að standa við og minna á fyrri ályktun sem þeir sendu til fjölmiðla þ.e. að þeir standi við bakið á lögreglumönnum í kjarabaráttu sinni.“

Til baka