Fréttir

Kosning um formann, kallað eftir framboðum.

22 nóv. 2015

 

Í apríl á næsta ári verður landsþing okkar haldið.  Undanfari þess er kosning um formann og stjórn. Kjörstjórn LL sér um kosningu formanns en svæðisdeildir/lögreglufélög sjá um kosningu á stjórnarmönnum.

 

Frestur til að gefa kost á sér til formanns LL er til og með 14. desember n.k. og þurfa þeir sem gefa kost á sér að gera það skriflega, með bréfi eða tölvupósti fyrir 15. desember í aðdraganda þingárs

 

Berist aðeins eitt framboð til formanns telst hann sjálfkjörinn.  Berist fleiri framboð þarf kosningu að vera lokið í janúar 2016.

 

 

26. grein

Kjörstjórn

Þriggja manna kjörstjórn og jafnmargir til vara, skal skipuð af stjórn LL að loknu reglulegu þingi.  Kjörstjórn skal hafa yfirumsjón með undirbúningi og framkvæmd atkvæðagreiðslu sem fram fer á vegum samtakanna, ákveða fyrirkomulag sem og kynna niðurstöðu hennar.

Kjörstjórn staðfestir kjörskrá sem gerð er eftir félagsmannatali LL hverju sinni. Kjörstjórn ákveður hverju sinni meðferð kjörgagna og fyrirkomulag og talningu atkvæða.

 

 

Kjörstjórn skipa:

Guðmundur Fylkisson, LRH/RLS formaður

Brynhildur Björnsdóttir, LSS

Hrafn Ásgeirsson, LSS

Hjördís Sigurbjartsdóttir, LVL

Gústaf Anton Ingason, ESS

Hermundur Guðsteinsson, LSL.

Til baka