Fréttir

33. þing LL 2016

12 apr. 2016

Formlega hefur verið boðað til 33. þings LL, í samræmi við lög Landssambands lögreglumanna.  Sjá einnig tilkynningu dags. 28. mars s.l. á heimasíðu LL.  

 

Frestur einstakra félagsmanna og svæðisdeilda, til framlagningar mála, til fyrirtöku á þinginu, er nú þegar liðinn en sá frestur rann út þann 4. apríl s.l., sbr. lög LL.

 

Þá rennur út frestur deilda LL til tilkynningar um þingfulltrúa út þann 18. apríl n.k. og eru formenn deilda beðnir um að huga sérstaklega að þessari dagsetningu.

 

Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að LL greiðir EKKI fyrir kostnað varamanna, sem kunna að koma til þingsins nema þeir sannanlega komi til þings í forföllum aðalmanna.  Sá kostnaður er alfarið á höndum viðkomandi deildar LL sbr. 11. gr. laga LL.

Til baka