Fréttir

Ný heimasíða LL

3 des. 2019

Nýrri heimasíðu Landssambands lögreglumanna (LL) var hleypt af stokkunum sunnudaginn 1. desember s.l., sem er stofndagur LL.

Helsta og stærsta nýjungin með þessari síðu er sú að nú geta félagsmenn rafrænt – ýmist með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í síma – sótt um alla styrki úr sjóðum félagsins rafrænt og fest (dregið) fylgiskjöl inn í umsóknina.  Þá geta þeir einnig fylgst með, á „Mínum síðum“ ferli umsóknarinnar, skoðað eldri umsóknir, hvort heldur það eru umsóknir um styrki, sumarhús eða annað.

Búast má við því, vegna speglunar efnis af eldri heimasíðunni yfir á þá nýju, að einhverjir hlekkir virki ekki sem skyldi en unnið er að því að yfirfara þá og lagfæra.

Til baka