Fréttir

Aðildarfélög BSRB horfa til skæruverkfalla

7 feb. 2020

Í frétt á ruv.is kemur fram að aðildarfélög sem semja við ríkið, sveitarfélög og Reykjavíkurborg hafi samþykkt á fundi í gær að fara í atkvæðagreiðslu um það hvort boða eigi til verkfalla.  Stefnt er að því að atkvæðagreiðslur, ef af verður, fari fram 17. til 19. febrúar n.k. og aðgerðir gætu þá hafist í byrjun mars.  Nánari útfærsla og fyrirkomulag aðgerða er óljóst á þessari stundu.

Í viðtali við Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB, kom fram að félagsmenn aðildarfélaga opinberra starfsmanna væru búnir að missa þolinmæðina gagnvart því hversu lengi hefur dregist að ganga frá kjarasamningum en það styttist í að félögin séu búin að vera kjarasamningslaus í ár.  Hið sama er uppi á teningunum hjá meginþorra BHM félaga, hjúkrunarfræðingum, kennurum o.fl.

Þau félög, innan BSRB, sem ekki hafa verkfallsrétt þ.e.a.s. Tollvarðafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og Fangavarðafélag Íslands lýstu öll yfir stuðningi við aðgerðir hinna félaganna.

Sjá einnig og nánar á heimasíðum BSRB og Sameykis.

Til baka