Fréttir

Stjórnarfundi aflýst vegna kórónaveirunnar

11 mar. 2020

Landssamband lögreglumanna vekur athygli á því að stjórnarfundi LL, sem halda átti næstkomandi mánudag, 16. mars, hefur verið aflýst vegna kórónaveirunnar.

Staðfest smit vegna COVID-19 nálgast nú 100 talsins. Ekki hefur verið efnt til samkomubanns, þegar þetta er skrifað, en á vef Landlæknis segir að ekki sé útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða meðan unnið er að því að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi.

„Meðan faraldur geisar þarf ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur er genginn yfir,“ segir þar.

Nýr fundartími verður auglýstur síðar.

 

Til baka