Fundað í kjaradeilu
13 mar. 2020
Kjaraviðræðum Landssambands lögreglumanna við ríkið var haldið áfram á fundi í morgun, við óvenjulegar aðstæður í samfélaginu.
Fundurinn gekk ágætlega. Næsti fundur hefur verið boðaður n.k. miðvikudag, 18. mars, kl. 14:00.
Fjögur aðildarfélög BSRB eiga eftir að skrifa undir kjarasamning. Það eru auk LL, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Tollvarðafélag Íslands.
Uppfært, þriðjudaginn 18. mars 2020:
Fundinum, sem vera átti í dag kl. 14:00 var frestað, að beiðni samninganefndar ríkisins, þar til eftir komandi helgi.