Fréttir

BSRB – húsið lokað vegna kórónaveirunnar

16 mar. 2020

Frá og með mánudeginum 16. mars hefur BSRB-húsinu verið lokað fyrir öðrum en starfsfólki hússins.  Þetta er gert í ótilgreindan tíma vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.  Símtölum og tölvupóstum er svarað eins og vanalega.  Bent er á að hægt er að komast í sjálfsafgreiðslu allra umsókna í sjóði félagsins, sem og orlofshús í gegnum „Mínar síður“ hér efst á síðunni.

Samkomubann hefur verið í gildi á Íslandi vegna útbreiðslu kórónaveirunnar frá mánudeginum 16. mars.  Í því felst að samkomur þar sem fleiri en 100 koma saman eru bannaðar.  Í leiðbeiningum frá Landlækni kemur fram að á vinnustöðum þar sem færri en 100 manns vinna er mælst til þess að vinnurýminu sé hagað þannig að hægt sé að hafa að lágmarki tvo metra á milli starfsmanna.  Þá sé gott að takmarka samneyti eins og hægt er, til að mynda í mötuneytum.

Landssamband lögreglumanna

525-8360
ll@logreglumenn.is

Til baka