Fréttir

Ríkið greiði foreldrum vegna skerðinga á skólastarfi

18 mar. 2020

BSRB vill að foreldrar barna sem þurfa að vera frá vinnu vegna skerðingar á skólastarfi eða vegna þess að barn viðkomandi sé í sóttkví, fái rétt til tímabundinna greiðslna frá ríkinu rétt eins og fólk sem þarf að vera í sóttkví.

Þetta kemur fram í umsögn bandalagsins um frumvarp um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. BSRB fagna frumkvæði stjórnvalda og hvetur til þess að frumvarpið verði að lögum sem fyrst.

Í umsögninni segir að samkvæmt kjarasamningum eigi foreldrar ekki alltaf rétt til launaðra fjarvista vegna barna sinn sem séu í sóttkví. Foreldrar eigi misgott með að vinna í fjarvinnu að heiman. Fyrir vikið er fólk misjafnlega vel í stakk búið til að bregðast við skerðingum á skólastarfi. Veita eigi stuðning við fjölskyldur sem þurfi að vera frá vinnu vegna samkmoubanns og geta ekki unnið heiman frá. Mikilvægt sé að afkoma þessa fólks sé tryggð, svo fólk veigri sér ekki við að fylgja tilmælum yfirvalda.

Hér má lesa umsögnina.

Til baka