Staða kjaraviðræðna
30 mar. 2020
Föstudaginn 27. mars s.l. var haldinn fjarfundur í kjaradeilu LL og ríkisvaldsins. Fátt kom fram á þeim fundi umfram það sem þegar liggur fyrir og ljóst að ríkisvaldið er ekki með neitt annað á prjónunum en þá samninga sem gerðir voru undir heitinu „Lífskjarasamningar“ á hinum almenna vinnumarkaði.
Forskrift slíks samnings er hægt að sjá á heimasíðu Sameykis en kosningu um þennan kjarasamning Sameykis lauk á hádegi í dag 30. mars. Niðurstaða kosningarinnar liggur ekki fyrir þegar þetta er skrifað.
Uppfært 31. mars 2020:
Kjarasamningur Sameykis við ríkisvaldið (sjá á hlekknum hér fyrir ofan) var samþykktur í atkvæðagreiðslu félagsmanna Sameykis.
Fjarfundur var haldinn í kjaradeilu LL við ríkisvaldið í dag, kl. 10:00. Á fundinum kom ekkert nýtt fram, umfram það sem þegar hefur verið greint frá í fréttum hér á heimasíðu LL.