Fréttir

Tillögur BSRB vegna COVID-19

20 apr. 2020

BSRB hefur sett saman og birt ítarlegar tillögur að aðgerðum vegna óvissu í tengslum við heimsfaraldurinn sem nú geisar. Í þeim er lögð áhersla á að allar aðgerðir stjórnvalda stuðli samhliða að því að tryggja félagslegan og efnahagslegan stöðugleika. Þar segir að megimarkmið aðgerða ætti alltaf að vera að tryggja öryggi og heilsu fólks, sérstaklega í framlínustörfum, en einnig heilt yfir í vinnu og einkalífi.

BSRB leggur áherslu á að gripið verði til markvissa aðgerða með jafnrétti að leiðarljósi og að ganga þurfi lengra í að tryggja afkomu fólks en þegar hefur verið gert.

Tillögur BSRB miða einnig að því að skapa aukna eftirspurn í hagkerfinu og tryggja heilbrigði, velsæld og framleiðni til lengri tíma.

Hér má lesa tillögurnar.

 

Til baka